fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlag hækkar langmest í Iceland samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. 

Iceland sker sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. (Verðlag er vegið eftir mikilvægi vöruflokka.)

Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni.

Nettó lækkar verð á völdum vörum

Lækkun á verðlagi í Nettó breiðir þó yfir áhugaverða þróun. Verð á vörum í Nettó hefur hækkað um 0,4% að meðaltali undanfarið ár þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka, en sú hækkun dreifist ekki jafnt. Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.

Neytendur þurfa að vera á verði

Sams konar mynstur fannst í Krónunni nýverið, þar sem þær 1944 máltíðir seldar í Bónus reyndust ódýrari en þær 1944 máltíðir sem ekki fundust í Bónus. Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.

Verðhækkanir Nóa Síríus einsdæmi

Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir voru þannig verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni.

Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.

Í þessari sundurliðun sést líka skýring á því hvers vegna verð í Krónunni hefur hækkað minna en í Bónus milli ára; Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.

Kartöflur hækka mest, egg lækka í verði

Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný