fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Rússneskum efnahag blæðir – „Versta hugsanlega útkoman“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 08:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hertu Bandaríkjamenn refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi. Það leið aðeins vika þar til rússneska hagkerfið fór að finna fyrir þeim.

„Það sem við höfum séð síðustu daga er merki um mikinn þrýsting. Há verðbólga og lítill hagvöxtur er versta hugsanlega útkoman,“ sagði Lars Christensen, hagfræðingur, í samtali við B.T. og bætti við að þetta sé það sem Rússar glíma við þessa dagana.

Hann sagði ýmsar ástæður valda því að rússneskt efnahagslíf hafi náð nýrri lægð. Nýjustu refsiaðgerðirnar „loki fyrir súrefnisstreymið“ sem það hefur haft. Ástæðan er að þær beinast að stærsta fyrirtæki landsins, Gazprom og Gazprombankanum, einnig hafi erlendir fjárfestar hætt að fjárfesta í landinu og ekki bæti úr skák að margir Rússar hafi flutt úr landi.

„Allir  bíða eftir að allt springi í loft upp. Það er vel þekkt að það hefur verið mikill þrýstingur á rússneskan efnahag og það kemur á óvart að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Christensen.

Hann sagði að efnahagserfiðleikarnir þýði ekki endilega að Pútín og stjórn hans muni hrökklast frá völdum eða að almenningur muni rísa upp gegn valdhöfunum. Það verði hins vegar sífellt erfiðara að halda stríðsvélinni gangandi. Mannfallið sé gríðarlegt um þessar mundir og um leið glími Pútín við slæmt efnahagsástand. Það verði að ganga út frá að þetta hafi mikil áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný