Manchester United og Chelsea unnu örugga sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag en bæði félög spiluðu á heimavelli.
United vann mjög sannfærandi 4-0 heimasigur gegn Everton þar sem Joshua Zirkzee nýtti tækifærið og gerði tvö mörk.
Chelsea var á sama tíma í litlum sem engum vandræðum með Aston Villa og fagnaði einnig öruggum sigri.
Tottenham fékk einnig heimaleik gegn Fulham en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Manchester United 4 – 0 Everton
1-0 Marcus Rashford(’34)
2-0 Joshua Zirkzee(’41)
3-0 Marcus Rashford(’46)
4-0 Joshua Zirkzee(’64)
Chelsea 3 – 0 Aston Villa
1-0 Nicolas Jackson(‘7)
2-0 Enzo Fernandez(’36)
3-0 Cole Palmer(’83)
Tottenham 1 – 1 Fulham
1-0 Brennan Johnson(’54)
1-1 Tom Cairney(’67)