fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Eiríkur segir að stjórnarmyndun geti orðið flókin og erfið – „Flokkur fólksins er í kjörstöðu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2024 10:27

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sýnist mér vera flókið,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, er DV spurði út í stjórnarmyndunarmöguleika í augnablikinu í ljósi kosningaúrslitanna.

„Flokkur fólksins er í kjörstöðu, sýnist mér, getur myndað stjórn með Samfylkingu og Viðreisn og einnig til hægri með Sjálfstæðisflokki og  Miðflokki. Mér finnst ekkert augljóst í þessu.“

Sjá einnig: Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins

Ljóst er að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins geta myndað meirihluta. Eiríkur telur hins vegar að erfitt geti reynst fyrir þessa þrjá flokka að ná saman um myndun stjórnar vegna krafna Flokks fólksins.

„Það er mjög langt frá þeirra kröfum um alls konar hluti, bótakerfi og annað, og yfir til annarra flokka sem nauðsynlega yrðu að vera í þessum ríkisstjórnum til að ná meirihluta. Það yrði erfitt að sætta sjónarmiðin frá Flokki fólksins til Viðreisnar og til Sjálfstæðisflokks líka. En stjórnmál eru list hins mögulega og tölurnar neyða fólk í samstarf.“

Eiríkur telur að Samfylking og Viðreisn nái auðveldlega saman en vandamál sé að finna þriðja flokkinn í samstarfið.

„Ég held að það sé ekkert vandamál fyrir Samfylkingu og Viðreisn að ná saman en þá vantar samstarfsflokk. Framsókn sýnist mér ekki duga, það hefði verið miklu einfaldara. Þetta bara dugir ekki,“ segir Eiríkur en Framsókn hefur of lítið fylgi til að þetta þriggja flokka mynstur nái meirihluta.

Eiríkur telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé erfiður kostur sem þriðji flokkurinn í samstarfi með Samfylkingu og Viðreisn.

„Samfylkingin mun eiga  mjög erfitt með að starfa með Sjálfstæðisflokknum þannig að það getur ekki orðið nema í einhverju neyðartilviki.“

Aðspurður hvort við fáum nýja ríkisstjórn fyrir jól þá reiknar Eiríkur ekki endilega með því.

„Mér finnst það ekki blasa við. Þetta gæti orðið snúið.“

Uppfært kl. 11:40

Eiríkur bendir á að samkvæmt nýjustu tölum nái Samfylking, Viðreisn og Framsóknarflokkur naumum þingmeirihluta, eða 32 þingmönnum. „Þetta er kannski augljósasti kosturinn,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Í gær

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu