fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Eyjan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni heitinn Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, barðist af hörku fyrir því að Ísland gengi í EFTA og þurfti m.a. að takast á við flokksfélaga sína á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var skömmu fyrir jól 1970.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut víkur Ólafur Arnarson að Evrópuumræðunni fyrir þessar kosningar þar sem tveir flokkar, Viðreisn og Samfylkingin, treysti kjósendum til að ákveða sjálfir í atkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum Íslands við ESB skuli fram haldið en andstæðingar Evrópusambandsaðildar hafi ómast um árabil gegn viðræðum og auknum tengslum við sambandið.

Ólafur segir Evrópumálin lengi hafa verið umdeild á Íslandi og þau hafi valdið talsverðum vandræðum í sumum stjórnmálaflokkum, ekki síst í Sjálfstæðisflokknum, enda hafi síðari tíma forystumenn flokksins „ekki haft kjark til að takast á við málin en hrakist undan hótunum þröngra hagsmuna innan flokksins með alvarlegum afleiðingum, eins og kunnugt er.“

Niðurstaðan 1969 var að tekin var ákvörðun um inngöngu Íslands í EFTA, sem Ólafur segir hafa verið Íslandi til mikillar gæfu og tæplega sé deilt um það lengur.

Hann rifjar upp orð Bjarna heitins Benediktssonar í frægri ræðu á landsfundinum 1969:

Ef menn vilja einangrun, þá verða þeir að taka afleiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum að hræsna með því að þeir séu hinir mestu framfaramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og úrtölu. Einangrunin, sem nærri hafði drepið þjóðina á löngum, þungbærum öldum, er þeim runnin svo í merg og bein, að þeir daga uppi sem nátttröll á tímum hinna mestu framfara. Vísindi og tækni nútímans og hagnýting þeirra er bundin þeirri forsendu, að víðtækt samstarf eigi sér stað. Þess vegna leita jafnvel stórþjóðir samstarfs hver við aðra, jafnt stórar þjóðir sem smáar. Ef stórþjóðunum er slíkt þörf, þá er smáþjóðum það nauðsyn. Auðvitað verður að hafa gát á …….

En eðlilegt er, að almenningur spyrji: Ef aðrir, þeir sem eru okkur líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast að reynsla okkar yrði önnur og lakari?

Ólafur segir þessi rök Bjarna heitins Benediktssonar fyrir inngöngu Íslands í EFTA á landsfundinum 1969 enn vera í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu okkar í Evrópusambandið.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna