fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu ár hefur lögregluþjónninn Ben Besant þurft að þegja um það sem átti sér stað á Lindt-kaffihúsinu í Sydney skömmu fyrir jólin 2014.

Umsátursástand skapaðist þegar byssumaður að nafni Man Haron Monis ruddist þar inn og hélt tíu gestum og átta starfsmönnum föngnum í samtals 16 klukkustundir. Monis þessi hafði komið sem flóttamaður frá Íran árið 1996 og var hallur undir málstað ISIS.

Umsátrið endaði með því að Monis myrti tvo gísla áður en lögregla skaut hann til bana. En hingað til hefur það ekki verið opinberað hver það var sem veitti Monis banaskotið og var hann alltaf kallaður Lögreglumaður A. Í dag breyttist það hins vegar.

Dómstóll hefur nú fallist á beiðni hans um að fá að segja sögu sína og það sem fyrir augu bar á kaffihúsinu þennan örlagaríka dag. Hann mun ræða þetta ítarlega í þættinum Spotlight sem sýndur verður á Channel 7 í Ástralíu á sunnudagskvöld.

„Ég hef aldrei verið týpan sem bakkar út úr slagsmálum og í mjög langan tíma hef ég barist fyrir því að fá nafnið mitt aftur,“ segir hann en ákvörðunin um að nafni hans skyldi halda leyndu var tekin til að tryggja öryggi hans.

Þetta reyndist Ben Besant erfitt og segist hann hafa þróað með sér áfallastreituröskun og þá hafi hjónabandið hans farið í vaskinn. Hann segir að þessi árstími, jólin og aðdragandi þeirra, hafi verið mjög erfiður fyrir hann síðustu ár en ber þá von í brjósti að það muni breytast nú þegar hann getur sagt sögu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós