fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við sýknudómi og sakfelldi Finn Inga fyrir nauðgun á árshátíð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sakfelldi á fimmtudag Finn Inga Einarsson fyrir nauðgun en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað hann.

Ákært var vegna atviks sem átti sér stað á árshátíð fyrirtækis árið 2022, inni á salerni. Finnur Ingi var þar að skemmta sér sem maki en kona hans starfaði í viðkomandi fyrirtæki. Hann var sakaður um að hafa stungið getnaðarlimi sínum í munn konu er hún sat á salerninu. Var hann sagður hafa nýtt sér ölvunarástand konunnar svo hún gat ekki spornað gegn verknaðinum. Hún kúgaðist og kastaði upp vegna þessarar háttsemi hans.

Finnur Ingi neitaði sök. Héraðsdómur taldi sök ekki fullsannaða en Landsréttur var á öðru máli. Mat Landsréttur framburð hans í málinu ótrúverðugan og að misræmi væri í honum, en í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann ekki vita hver konan væri en í seinni skýrslutökunni sagðist hann hafa séð hana inni á salerni þar sem hún hafi sagst þurfa að kasta upp.

Finnur Ingi var handtekinn nóttina sem atvikið átti sér stað en við rannsókn fundust lífsýni úr konunni á getnaðarlim og nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu á þessu að um snertismit hefði verið að ræða þar sem hann hefði snert höku konunnar og snert lim sinn stuttu síðar er hann pissaði. Landsréttur keypti ekki þessa skýringu.

Landsréttur segir Finn Inga hafa brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og nýtt sér varnarleysi hennar. Var hann fundinn sekur um nauðgun og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni tvær og hálfa milljón króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns