fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Vigdísi frestað fram á nýtt ár: RÚV hafði ekki svigrúm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 08:00

Nína Dögg í hlutverki Vigdísar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur verður frumsýnd á RÚV á nýársdag. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að ekki hafi verið svigrúm á rekstrarárinu fyrir því að hefja sýningar á svo stórri þáttaröð en algengt hefur verið að fyrstu þættir í slíkum seríum séu frumsýndir á öðrum degi jóla.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að fjárhagsstaða RÚV komi í veg fyrir að hægt sé að frumsýna þáttinn á þessu ári og er þetta annað árið í röð sem slíkt gerist. Frumsýning á Húsó var til dæmis fyrirhuguð í lok síðasta árs en var færð fram á nýársdag.

Í viðtalinu bendir Skarphéðinn á að árið sem er að líða hafi verið stórt með tvennum kosningum, eldgosum, Ólympíuleikum og EM í fótbolta. „Við erum auk þess þegar búin að sýna tvær stórar seríur á árinu, Húsó og Ráðherrann.“

Alls verða þættirnir fjórir talsins og fer Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverk Vigdísar. Fjalla þættirnir um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þegar hún var kjörin forseti. Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra þáttunum og er óhætt að segja að margir bíði þeirra með talsverðri eftirvæntingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir