fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ákæra birt gegn piltinum sem banaði Bryndísi Klöru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 15:14

Bryndís Klara Birgisdóttir. Mynd: Facebook-síða Lindakirkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var þingfest mál yfir 16 ára pilti sem ákærður hefur verið fyrir að hafa orðið hinni 17 ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana á Menningarnótt þann 24. ágúst síðastliðinn.

Samkvæmt ákærunni átti árásin sé stað á bílastæði í Reykjavík en fjórar ungar manneskjur sátu í bílnum er ákærði kom þar að og braut hliðarrúðu bílsins. Hann veittist ítrekað að pilti sem var í bílnum með hnífi og stakk hann í öxl og brjóstkassa. Bryndís Klara flúði þá út úr bílnum ásamt öðrum farþega.

Ákærði gerði tilraun til að svipta stúlku sem sat þá enn í bílnum lífi með því að stinga hana í öxl, handlegg og hendi.

Hann veittist síðan að Bryndísi Klöru með hnífi fyrir utan bílinn og svipti hana lífi. Stakk hann hana í eitt skipti í holhönd og náði stungan í gegnum hjartað og inn að lifur.

Pilturinn og stúlkan hlutu töluverða áverka af árás ákærða en Bryndís Klara lést af völdum áverka sinna sex dögum síðar.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd aðstandenda Bryndísar Klöru er gerð krafa um miskabætur upp á 17 milljónir króna til handa hvors foreldris hennar, samtals 34 milljónir.

Fyrir hönd hinna ungmennanna sem urðu fyrir árás hins ákærða er krafist átta milljóna fyrir hönd hvors um sig, stúlkunnar og piltsins sem urðu fyrir hnífstungum og fimm milljóna fyrir hönd pilts sem var í bílnum er árásin var gerð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“