fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 20:30

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur gefið út ákærur á hendur tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri. Annar maðurinn er aðeins tvítugur að aldri en hann var handtekinn þann 15. október 2023 með 14,13 grömm af kókaíni og 33,78 grömm af maríhúana í fórum sínum.

Hinn maðurinn er 25 ára gamall, en hann var hendtekinn mánuði síðar, þann 17. nóvember 2023,  og var þá með í vörslu sinni tæp 20 grömm af kókaíni og 28,45 grömm af maríhúana, sem lögreglan ætlar að hafi verið til sölu. Þá var hann með um 235 þúsund krónur í reiðifé á sér.

Þá er sá eldri einnig ákærður fyrir að hafa dvalist á Íslandi eða Schengensvæðinu í leyfisleysi í 755 daga. Hann hafði aðeins heimild til að dvelja innan svæðisins í 90 daga en hafði dvalið í 845 daga þegar hann var handtekinn.

Ákærurnar voru báðar auglýstar í Lögbirtingablaðinu, þar sem mennirnir voru nafngreindir, en það þýðir að ekki hefur tekist að birta þeim ákærurnar. Lögreglan virðist því ekki hafa upplýsingar um hvort mennirnir séu enn í felum á Íslandi eða hafi yfirgefið landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada