fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 15:30

Þorvaldur spyr spurninga um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Holtagörðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði, grunar að allt hafi ekki verið með felldu þegar hann kaus utan kjörfundar í gær. Atkvæðið hans hafi verið persónugreinanlegt og því óvíst að dómstólar myndu meta þessa framkvæmd gilda.

Þorvaldur greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Í samtali við DV segist hann hafa kosið utan kjörfundar í Holtagörðum.

Í kosningunni tók hann eftir að atkvæðaseðillinn var lagður í lokað umslag ásamt blaði með nafninu hans.

„Þar eð það er eins manns verk að opna umslag er einsýnt að Kristín Edwald [formaður yfirkjörstjórnar] eða hver það nú verður sem opnar umslagið getur séð og skráð hjá sér hvað ég kaus,“ segir Þorvaldur í færslunni. Veltir hann fyrir sér réttarfarslegum áhrifum. „Ætli þetta teljist vera annmarki á framkvæmd kosningarinnar? Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“ spyr hann.

Hafa þó nokkrar umræður spunnist um þetta. Bent er á að það eigi að setja atkvæðaseðilinn í ómerkt umslag og aftur í annað með nafni. Hið ómerkta sé lokað og sett í innsiglaðan kassa þangað til talið er.

Þorvaldur ítrekar hins vegar að í hans tilfelli hafi aðeins verið eitt umslag. Telja margir þar klárlega um lögbrot að ræða, atkvæðaseðillinn gæti því verið ógildur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“