fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraunið úr eldgosinu sem hófst á Sundhnúkagígsröðinni í gærkvöldi er komið vestur fyrir Svartsengi og fer bráðlega að renna inn á bílastæðið við Bláa lónið.

Þetta kemur fram í færslu á vef Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands en þar birtist myndin hér að neðan sem tekin er á bílastæði Bláa lónsins. Á henni má sjá að hraunjaðarinn er farinn að teygja sig býsna langt.

„Mikið framskrið hefur verið á hraunjaðrinum síðasta klukkutímann til vesturs. Hraunjaðarinn hefur verið að skríða stöðugt fram um nokkra metra á mínútu. Útlit er fyrir að það nái inn á bílastæðið á næsta hálftímanum,” segir í færslunni sem birtist klukkan 11:36.

„Þarna er hraunið komið um 4 km frá gossprungunni og jaðarinn virðist ekkert vera að hægja á sér. Myndarleg hrauná liggur beint til vesturs frá gossprungunni og færir hún mikið og stöðugt magn af hrauni að þessu svæði.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið