fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefnd kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Í ákæru héraðssaksóknara í málinu hafa margar staðreyndir verið hreinsaðar úr ákærutexta en þar sem þinghald í málinu er ekki lokað má telja líklegt að meint ofbeldi konunnar hafi beinst gegn barni sem er henni ekki nákomið. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða.

Konan er sögð hafa veist með ofbeldi að dreng á leikvelli, dregið hann gegn vilja sínum frá leikvellinum og upp tröppur sem lágu að heimili hennar. Þar tókst drengnum að slíta sig lausan og hlaupa niður tröppurnar en konan elti drenginn, náði honum fyrir neðan tröppurnar, greip í hann og ýtti upp að vegg. Hélt hún honum við vegginn þar til hún varð þess vör að tvær manneskjur komu að.

Drengurinn hlaut í átökunum skrámur á hnúa vinstri handar, á olnboga og yfir hægra herðablað. Segir síðan í ákæru: „…með háttseminni sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu.“

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd drengsins er gerð krafa um miskabætur upp á 500 þúsund krónur.

Réttað verður yfir konunni í næstu viku, aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þriðjudaginn 26. nóvember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið
Fréttir
Í gær

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn