fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 09:00

Snorrabraut 63. Mynd: Borg fasteignasala/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins hafa sjö íbúðir af 160 selst á sex þéttingarreitum í Reykjavík síðan í byrjun októbermánaðar. Á þremur þessara reita hefur engin íbúð selst.

Fjallað er um dræma sölu á þéttingarreitum í Morgunblaðinu í dag og meðal annars rætt við Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóra félags sem byggði 35 íbúða fjölbýlishúss á Snorrabraut 62. Hann segir að vegna dræmrar sölu hafi íbúðirnar verið teknar úr sölu.

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta. Við höfum sett nánast allar íbúðirnar í leigu og erum hættir að spá í þetta af því að dýrari íbúðirnar seljast ekki. Það er vonlaust að reyna það,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristni.

Hann segir einnig að fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu áberandi á markaðnum þessa dagana en þeir séu alltaf í leit að fjárfestingarkostum, til dæmis eignum sem hægt er að leigja í skammtímaleigu.

Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Gunnar Sverri Harðarson, fasteignasölu hjá Remax sem bendir á að á Grandatorgi í Vesturbænum hafi selst 24 af 84 íbúðum síðan sala hófst um miðjan ágúst. Staðan á markaðnum sé þannig að fólk sé að bíða eftir vaxtalækkun Seðlabankans og kosningum.

„Svo myndi ég halda að það færðist fjör í leikinn á nýju ári,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra