fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

HK staðfestir ráðningu á Hemma Hreiðars

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla og Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar
Knattspyrnudeild HK hefur samið við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla til næstu þriggja ára.

Hermann eða Hemmi, er flestu knattspyrnuáhugafólki vel kunnugur. Hann lék lengi sem atvinnumaður á Englandi og spilaði yfir 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að eiga 89 A-landsleiki á bakinu.

Sem þjálfari hefur Hemmi m.a. þjálfað á Englandi, Indlandi ásamt Fylki, Þrótti Vogum og nú síðast uppeldisfélag sitt, ÍBV, en þá gerði hann að Lengjudeildarmeisturum í ár.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Hemma til starfa og bindum við miklar vonir við komu hans hingað í HK. Hemmi hefur mikla reynslu úr heimi fótboltans og verður spennandi að sjá hann stýra meistaraflokki karla næstu þrjú árin ásamt því að vinna með þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eru og hafa verið að banka á dyr meistaraflokksins sl. misserin“, sagði Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar HK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona