fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Kári ýjaði að því að eitthvað hefði gerst bak við tjöldin sem ekki rataði í fréttir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi segir að lætin milli Breiðabliks og Víkings hafi haldið áfram í sumar.

Kári var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net en þar vekur athygli að Kári vildi ekki segja hvað hefði gengið á.

Rætt var um ríginn sem var þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks en þá gekk of mikið á í leikjum liðana. Það hélt áfram í sumar þegar Halldór Árnason var þjálfari ef marka má Kára.

„Það var alveg hiti, ég ætla að commenta sem minnst um það. Ég ætla að segja sem minnst, það var eitthvað þarna,“ sagði Kári í Fótbolta.net þættinum án þess að segja hvað það var.

Kári sagði einnig að umræða um að Víkingur væri gróft lið hefði smitast til dómara í sumar og það hefði haft áhrif á leik Víkings.

„Við vorum neðstir í brotum, vorum neðstir í öllu þessu. Fæst gul spjöld, fæst rauð spjöld en samt var vegið að okkur í umræðu. Við spiluðum fastan leik, mér fannst frá byrjun móts þá mátti ekki gera neitt. Þá var gult spjald fyrir andskotann ekki neitt,“ sagði Kári

„Út af umræðu og hvernig dómgæslan var, þá drógu menn úr því af þeir vildu ekki vera i banni allt mótið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Í gær

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts