fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 06:30

Voyager 1. Mynd:NASA JPL/Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 19. til 24. október náði bandaríska geimferðastofnunin NASA engu sambandi við Voyager 1 geimfarið eftir að bilun kom upp í aðalsendi þess. Með því að nota varasendinn eru verkfræðingar nú að takast á við bilunina en það er ansi tímafrek vinna því geimfarið er í 25 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Varasendirinn var síðast notaður 1981 en virkar enn. Sérfræðingar NASA segja að svo virðist sem það hafi slokknað á aðalsendinum þegar villa kom upp í kerfi sem á að verja geimfarið fyrir bilunum. Sem dæmi um virkni þessa varnarkerfis þá slekkur það á kerfum, sem eru ekki nauðsynleg fyrir starfsemi geimfarsins, ef það notar of mikið rafmagn. Þeirra á meðal er sendirinn.

Sérfræðingarnir segja að það geti tekið marga daga eða vikur að koma aðalsendinum aftur í lag.

Samskiptin við geimfarið eru tímafrek því það tekur skilaboð frá jörðinni 23 klukkustundir að berast til þess og það tekur sama tíma fyrir skilaboð frá því að berast aftur til jarðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið