fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Joe Biden sagður hámhorfa á Netflix, einangraður og hundsaður

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 10:30

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikur. Á sama tíma og varaforsetinn, Kamala Harris, hefur verið í harðri kosningabaráttu gegn Donald Trump – baráttu sem hún virðist hafa tapað – hefur Biden verið einangraður á meðan.

Biden hugðist bjóða sig fram til forseta á nýjan leik en efasemdir fóru að heyrast um hæfi hans til embættisstarfa vegna aldurs og heilsufars. Hann átti afleita frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump í sumar og ákvað stuttu síðar að stíga til hliðar.

Einhverjir kynnu að halda að það væri styrkleiki að hafa sitjandi forseta við hlið sér í miðri kosningabaráttu en staðreyndin er sú að Joe Biden var lítt sýnilegur síðustu vikurnar í aðdraganda kosninganna.

Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þátt í kosningafundi Harris í Wisconsin og Bill Clinton í Norður-Karólínu. Á sama tíma var Biden heima, fjarri sviðsljósinu. Meira að segja eiginkona hans, forsetafrúin Jill, hefur tekið þátt í kosningabaráttu Harris, meðal annars í Pennsylvaníu þar sem hún heilsaði upp á stuðningsmenn.

Talið er líklegt að fyrir þessu séu ákveðnar ástæður; Harris hafi viljað fjarlægja sig frá Biden til að gefa til kynna að framboð hennar – og hugsanlegt kjör – væri ekki framlenging á forsetatíð hans.

Daily Mail fjallar um þetta og hefur eftir heimildarmönnum sínum að forsetinn hafi virkað „týndur“ síðustu vikurnar. Hann hafi horft mikið á sjónvarpið að undanförnu og þegið ráð frá barnabörnunum um það nýjasta á Netflix.

„Hans hörðustu bandamenn segja að það sé ekki ósanngjarnt að halda því fram að hann hafi verið dálítið einmana,” segir í umfjölluninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi