fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Svona er hægt að jafna sig hraðar af flensu

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 18:00

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flensutímabilið er í hámarki munu mörg okkar enda hóstandi, með beinverki og aðra óáran upp í rúmi enda ekkert annað að gera þegar flensan knýr dyra. En sem betur fer jafna flestir sig á um viku.

En flensan truflar samt sem áður daglegt líf fólks og þess utan er hætta á að fólk smiti aðra af henni. Það er því kannski engin furða að margir hafi velt fyrir sér hvort til sé vísindalega sönnuð aðferð til að stytta veikindi af völdum flensu?

Live Science fjallaði um þetta og ræddi við tvo sérfræðinga.

Timothy Brewer, prófessor í læknis- og faraldsfræði við UCLA, sagði að aðalaðferðin til að stytta veikindin sé að taka veirueyðandi lyf. Þeirra á meðal eru Tamiflu, Relenza, Rapivab og Xofluza.

Sumir grípa til þess ráðst að taka sink, C-vítamín eða önnur fæðubótarefni í von um að draga úr sjúkdómseinkennunum en enn sem komið er liggja ekki nægar vísindalegar sannanir fyrir um að þetta virki að sögn Brewer.

Richard Zimmerman, prófessor í heimilislækningum og klínískri faraldsfræði, sagði að þau lyf sem eru á markaðnum, sem geta tekist á við sjúkdómseinkenni, ráðist ekki að rót sýkingarinnar til að stytta veikindatímann. Hann sagði að venjulegar verkjatöflur geti hjálpað til við að draga úr sjúkdómseinkennunum

Hann benti einnig á að hunang sé gott til að takast á við hósta en hafa þurfi í huga að börn yngri en eins árs megi ekki fá hunang.

Hvað varðar bólusetningu gegn inflúensu þá styttir hún ekki endilega veikindin ef fólk er svo óheppið að smitast en hún getur gert sjúkdómseinkennin vægari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu