fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 14:23

Lögreglumenn bíða átekta á meðan samningamaður ræðir við konuna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað í hádeginu í dag í Sólheimum í Reykjavík eftir að tilkynning barst um kona væri þar í miklu ójafnvægi fyrir utan hús við götuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að óttast hafi verið að konan, sem var með ungbarn og jafnframt með hníf í hendi,  myndi vinna barninu og/eða sjálfri sér skaða. Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður á vettvang, meðal annars samningamenn frá embætti ríkislögreglustjóra auk þess sem leyniskyttur komu sér fyrir í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Eftir töluverðar viðræður tókst loks að yfirbuga konuna en hvorki hana né barnið sakaði í aðgerðum lögreglunnar.

Á myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan sést hvar lögreglan yfirbugar konuna og samningamaðurinn gengur á brott með barnið heilu og höldnu.

Lögreglumenn á jörðu voru í samskiptum við leyniskyttu sem var með yfirsýn yfir svæðið
Lögreglumenn á jörðu voru í samskiptum við leyniskyttu sem var með yfirsýn yfir svæðið

Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að konunni var komið undir læknishendur og barninu í umsjá barnaverndaryfirvalda. Lokað var fyrir umferð um Sólheima á meðan aðgerðum lögreglunnar stóð, en lokunum var aflétt um eittleytið.

solheimar.mp4
play-sharp-fill

solheimar.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Hide picture