fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ógnandi mann í miðborginni í gær sem var að öskra á vegfarendur.

Í skeyti lögreglu kemur fram að þegar lögreglumenn reyndu að ræða við manninn gat hann ekki átt í neinum samskiptum og ekki sagt til nafns.

Maðurinn hélt áfram að öskra svívirðingar og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna.

Á lögreglustöð hélt ástandið áfram óbreytt og gat maðurinn ekki tjáð sig öðruvísi en með því að öskra á lögreglu svívirðingar.

Að lokum varð ljóst að ekki væri hægt að ræða við manninn og hann því vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Maðurinn var með fíkniefni meðferðis.

Alls gista fjórir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina og eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”