fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Besta tækifærið fyrir Arsenal og Liverpool að vinna deildina – ,,Þeir eru ekki jafn góðir og þeir voru“

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 22:11

Hasselbaink og Eiður Smári hjá Chelsea á sínum tíma / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Liverpool eiga bæði góðan möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina á tímabilinu að mati Jimmy Floyd Hasselbaink.

Hasselbaink er fyrrum leikmaður Chelsea en hann telur að City sé ekki jafn gott í dag og á síðasta tímabili eða árin áður.

Hasselbaink virðist einnig skjóta á Erling Haaland, markavél City, og segir að hann hafi lítinn vilja til að pressa varnir andstæðingana.

,,Ef Arsenal eða Liverpool vilja vinna deildina þá er þetta rétta árið. Ég horfi á þetta City lið og þeir eru ekki jafn góðir og á síðustu árum,“ sagði Hasselbaink.

,,Þegar þeir spiluðu við Fulham á heimavelli þá var ég eiginlega í sjokki. Fulham spilaði mjög vel og var lengi vel með boltann.“

,,Ég veit ekki hvort önnur lið séu orðin betri eða hvort þeir séu orðnir lélegri. Ég hallast að því síðarnefnda því þeir eru með Haaland og það er leikmaður sem pressar ekki vel“

,,Þeir eru á toppi deildarinnar en ég held að þeir séu ekki jafn góðir og áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0