fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sigurður úr Skáksambandsmálinu aftur í klípu í stærsta kristal metamfetamín-máli Íslandssögunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á tæplega 6 kíló af metamfetamíni, fíkniefni sem er frægara undir enska nafni sínu, crystal meth. Efnin fundust í síðustu viku og voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í þágu málsins. Fimm þeirra voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. nóvember. Einum þeirra handteknu hefur verið sleppt úr haldi.

Nokkrar húsleitir hafa verið framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins en um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis. Efnin fundust í bifreið sem var flutt sjóðleiðis til landsins.

Málið er rannsakað sem stórfellt fíkniefnabrot og sem skipulögð brotastarfsemi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu miðar rannsókn málsins vel. Lögregla naut aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar við aðgerðirnar í síðustu viku.

Vísir greinir frá því að einn hinna handteknu sé Sigurður Ragnar Kristinsson sem ætti að koma lesendum kunnuglega fyrir sjónir. Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í hinu alræmda Skáksambandsmáli sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni. Málið fékk nafn sitt þar sem fíkniefnin voru send á skrifstofu Skáksambands Íslands þar sem forseti sambandsins tók grunlaus við efnunum. Skömmu síðar ruddust fjórtán sérsveitamenn inn í húsnæðið við Faxafen og handtóku forsetann sem var þó sleppt þegar ljóst varð að hann hafði ekkert með málið að gera.

„Það má segja að ég sé bara lítið peð sem var fórnað í valdatafli undirheimanna,“ sagði Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, glettinn í samtali við DV nokkrum dögum eftir að hann varði rúmri klukkustund í varðhaldi. Hann sagði málið helst minna á söguþráð Hollywood-myndar.

Sjá einnig: Sérsveitin braust inn í Skáksamband Íslands og handtók saklausan forsetann:

Sigurður hafði árinu áður verið dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verk ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu