fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Arnold hefur ákveðið hvern hann mun kjósa í forsetakosningunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 19:30

Arnold Schwarzenegger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndastjarnan Arnold Schwarzenegger hefur ákveðið að styðja Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum. Schwarzenegger, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu fyrir Repúblikanaflokkinn, er allt annað en sáttur með Donald Trump, forsetaefni flokksins. Sérstaklega fóru innflytjendaummæli Trump um að Bandaríkin væru „ruslakista heimsins“ fyrir brjóstið á Schwarzenegger sem er sjálfur innflytjandi.

„Fyrir einhvern sem að talar við fólk frá öllum heimshornum og veit að enn er litið upp til Ameríku þá er það afar óþjóðrækið að kalla landið ruslukistu heimsins. Það gerir mig brjálaðan. Ég verð alltaf Bandaríkjamaður áður en Repúblikani. Þess vegna mun ég kjósa Kamölu Harris og Tim Walz,“ skrifaði  Schwarzenegger í færslu á samfélagsmiðilinn X.

Schwarznegger hefur þó verið gagnrýninn á Trump undanfarin ár. Hann sagði fyrir nokkru síðan að Trump yrði minnst sem versta forseta Bandaríkjanna og spáði fyrir um að ef hann myndi ná öðru kjörtímabili þá yrði hann „reiðari en áður og myndi ala á sundrungu og hatri sem aldrei fyrr“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“