fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Hvernig veit hundurinn þinn hvenær er kominn tími til að borða eða fara út í göngutúr?

Pressan
Miðvikudaginn 30. október 2024 19:30

Þessi hundur veit vel hvenær það er kominn matartími. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaknar hundurinn þinn eiginlega alltaf á sama tíma eða er hann orðinn óþolinmóður eftir að komast í göngutúr og að fá síðan að éta?

Veit hann hvenær þú kemur heim úr vinnunni og bíður spenntur eftir að komast í göngutúr? Situr hann við hliðina á þér á meðan hann bíður eftir að kvöldmatartíminn bresti á?

En hvernig veit hundurinn að nú er kominn tími til að borða eða fara í göngutúr?

Hundar hafa góða tilfinningu fyrir breytingum á birtustigi, hringrásum og lykt. Blanda af þessum þáttum hjálpar þeim að leggja mat á tímann og skilja rútínur fjölskyldunnar. „Það eru margir þættir sem gera að verkum að hundur veit að það er kominn tími til að borða – svengd, rútínur eigandans og líffræðileg hringrás hans,“ sagði Jason Rabe, dýralæknir, í samtali við Yahoo!

Will Bruner, sérfræðingur í atferli dýra við Lone Tree Veterinary Medical Center í Colorado í Bandaríkjunum, sagði að hundar fylgist vel með því sem fjölskyldan geri. Hundarnir hans sofi þegar hann sefur og um leið og hann fer að losa svefn, ef andardráttur hans breytist eða hann hreyfist aðeins í rúminu, þá vakni hundarnir. Þeir fylgi þeim merkjum sem fjölskyldan sendi frá sér.

Nýjar rannsóknir benda til að hundar séu líklega með líffræðilega klukku sem hjálpar þeim að vita hvenær það er tími kominn til að borða eða fara í göngutúr. Vísindamenn segja þetta vera blöndu af birtu, lykt og rútínum. Birtustigið hafi áhrif á svefnhringrás hundsins og þess utan séu þeir mjög næmir fyrir lykt.

Þegar fólk fer að heiman er lyktin af því til staðar á heimilinu í ákveðnu magni. Eftir því sem líður á daginn minnkar lyktin af því að fólkið er ekki til staðar. Hundurinn tekur eftir því þegar lyktin nær ákveðnu stigi og þá rís hann á fætur og fer að bíða við útidyrnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu