fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Elon Musk sagður hafa starfað ólöglega í Bandaríkjunum á yngri árum

Pressan
Mánudaginn 28. október 2024 06:30

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasti maður heims, Elon Musk, fæddist í Suður-Afríku árið 1971. Eins og svo marga aðra dreymdi hann um að komast til fyrirheitna landsins Bandaríkjanna og þangað fór hann og er enn. Hann starfaði án atvinnuleyfis þar í landi um hríð á tíunda áratugnum.

The Washington Post skýrir frá þessu og segir að Musk hafi komið til bæjarins Palo Alto í Kaliforníu 1995. Þar ætlaði hann að stunda nám við Stanford háskólann.

Hann skráði sig þó aldrei í þau námskeið, sem hann átti að taka. Þess í stað stofnaði hann frumkvöðlafyrirtækið Zip2 sem sinnti hugbúnaðargerð.

Fyrirtækið var selt 1999 fyrir um 300 milljónir dollara.

Tveir sérfræðingar í bandarísku útlendingalöggjöfinni sögðu í samtali við The Washington Post að ef vinna Musk hjá fyrirtækinu hefði átt að vera lögleg, þá hefði hann þurft að vera í fullu námi samhliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“