fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fyrrverandi forstjóri SodaStream með tilboð til íbúa Gasa

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Birnbaum, fyrrverandi forstjóri SodaStream, hefur sent íbúum á Gasa tilboð sem miðar að því að koma ísraelskum gíslum til síns heima.

Hefur Daniel boðið hverjum þeim sem kemur lifandi ísraelskum gísl heim til síns hundrað þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar fjórtán milljónir króna. Daniel birti myndband á samfélagsmiðlum um helgina þar sem hann biðlaði til „góða fólksins“ á Gasa.

Í myndbandinu benti Daniel á að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði boðið friðhelgi ef gíslum yrði skilað. Daniel vill hins vegar ganga lengra til að tryggja lausn þeirra sem enn eru í haldi rúmu ári eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október í fyrra.

Daniel segir að hægt verði að fá greitt í Bitcoin eða reiðufé en tilboðið renni út á miðnætti á miðvikudag. „Þetta er búið að vera skelfilegt ár en nú er tími til að horfa fram á veginn,“ sagði hann og hvatti áhugasama til að vera í sambandi við hann í gegnum Telegram-síðu hans.

Talið er að ríflega hundrað ísraelskir gíslar séu enn í haldi á Gasa en óvíst er hversu margir þeirra eru enn á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni