fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Deilir lygilegri en sannri sögu af Húsvíking sem greindist með krabbamein

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, vekur athygli á raunveruleika landsbyggðarfólks sem veikist í grein sem hann birti hjá Vísi. Þar segir hann sanna sögu af Húsvíking sem greindist með krabbamein og sat uppi með háan kostnað af því að láta greina meinið.

„Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvarlegt krabbamein.“

Jakob segir að umræddur Húsvíkingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi. Þar átti að rannsaka meinið. Þetta ferðalag átti eftir að kosta viðkomandi töluverða fjárhæð.

„Sjúklingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði.

Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling

Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt.

Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala.“

Fékk óvænt skilaboð þegar hann mætti í bókaða tímann

Þegar Húsvíkingurinn mætti á spítalann biðu hans þó skilaboð. Jáskanninn sem átti að mynda meinið var bilaður. Húsvíkingurinn fengi því nýjan tíma síðar. Þar með mátti hann taka leigubíl frá sjúkrahúsinu aftur að hótelinu. Þaðan annan leigubíl daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli þar sem bíllinn beið hans á gjaldskyldu bílastæði á Akureyri. Svo þurftu hjónin að borga í gegnum Vaðlaheiðargöngin.

Viku síðar fékk Húsvíkingurinn boð um nýjan tíma og tók þá við annað kostnaðarsamt ferðalag. En að þessu sinni var jáskanninn ekki bilaður.

„Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit:

„Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur.“

Landsbyggðafólkið okkar á betra skilið

Meinið fékkst ekki rannsakað fyrr en í þriðju ferðinni til höfuðborgarinnar. Þá námu útgjöld Húsvíkingsins hátt á fjórða hundrað þúsund króna, og það eftir að dregið var frá sá litli ferðakostnaður sem Sjúkratryggingar endurgreiddu honum. Ótalinn er þá afleiddur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða og slíks.

Jakob Frímann segir að sér komi ekki á óvart að fólki bregði við að lesa þessa sögu. Ekki sé við heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfið, sem bitni sérstaklega á landsbyggðinni.

„Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig:

Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá?

Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola.

Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst!

Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað.

Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“