fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Ísraelsmenn með árás á Íran í undirbúningi – Svona gæti hún farið fram

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 12:30

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn eiga von á því að Ísraelsmenn láti til skarar skríða gegn Írönum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 5. nóvember næstkomandi.

Um verður að ræða hefndaraðgerðir fyrir loftárásir Írana á Ísrael þann 1. október síðastliðinn þegar eldflaugum var skotið að Tel Avív og Jerúsalem. Með árásunum vildu Íranar hefna fyrir dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-samtakanna.

Ísraelsmenn hafa heitið hefndum en einhverjir hafa klórað sér í kollinum yfir því hversu langan tíma Ísraelsher hefur tekið í að bregðast við.

CNN greinir frá því og hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ísraelsmenn séu með árás í undirbúningi og hún verði gerð á næstu dögum eða vikum. Heimildir Washington Post herma það sama.

Óvissa ríkir þó um það hvernig hún fer fram, en þó er talið víst að Ísraelsmenn muni ekki ráðast á þjóðhagslega mikilvæga innviði í Íran eins og olíubirgðastöðvar.

Heimildarmaður CNN segir að mikið hafi verið rætt um málið í ríkisstjórn Ísraels þar sem einhverjir ráðamenn hafa viljað láta til skarar skríða fyrr. Ef Ísraelsmenn bíði lengur geti óvinir landsins litið á það sem veikleika. Sami heimildarmaður segir að hefndaraðgerðir Ísraelsmanna verði ekki bundnar við eina árás heldur frekar einhvers konar röð aðgerða.

Fyrr í þessari viku fullvissuðu ísraelskir embættismenn kollega sína í Bandaríkjunum að ekki ráðist á kjarnorku- eða olíuinnviði í Íran. Höfðu Bandaríkjamenn áhyggjur af því að slíkar aðgerðir gætu leitt til allsherjarstríðs í Mið-Austurlöndum og bandarísk stjórnvöld myndu ekki verja slíkar hefndaraðgerðir.

Kosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 5. nóvember næstkomandi sem fyrr segir, en stjórnmálaskýrendur eru á því að þróun mála í Mið-Austurlöndum í aðdraganda kosninga geti haft talsverð áhrif á niðurstöður kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“