fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Birgir og Bjarni á svörtum lista: „Personae non gratae“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 07:49

Birgir Þórarinsson og Bjarni Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Bjarni Jónsson eru á svörtum lista í Aserbaídsjan og geta af þeim sökum ekki sótt loftslagsráðstefnuna í Bakú sem fram fer 11. til 22. nóvember næstkomandi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag.

Þingmennirnir íslensku eru ekki þeir einu á umræddum lista því þar eru einnig 74 þingmenn Evrópuráðsþingsins undir yfirskriftinni „personae non gradae“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að listinn eigi rætur sínar að rekja til ákvörðunar Evrópuráðsins í janúar síðastliðnum að staðfesta ekki kjörbréf sendinefndar Aserbaídsjan vegna mannréttindabrota og skorts á lýðræði í landinu. Var Aserum þar með bannað sækja fundi Evrópuráðsins.

Birgir er ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið og segir fáheyrt að þingmenn á íslandi séu lýstir „personae non gratae“ af öðru ríki. Hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland taki ekki þátt í ráðstefnunni í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“