fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 07:32

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, er hneyksluð á framgöngu VG sem tilkynnti í gær að flokkurinn hefði ekki áhuga á að taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum í lok nóvember.

„Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, í yfirlýsingu síðdegis í gær.

Um er að ræða fordæmalausa ákvörðun og bendir flest til þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni skipta með sér verkum næstu vikurnar.

Ingibjörg Sólrún sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún gæti ekki lengur orða bundist þegar kemur að VG og pólitísku erindi þeirra.

„Í heil 7 ár hafa þau látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri. Nú er stjórnin í andarslitrunum og þá fyllast þau heilögum anda og vilja alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í 6 vikur! Hvernig á maður að skilja þetta? Í þessu endurspeglast skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Í gær

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög