fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 08:41

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fagnaði því innilega þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann hefði ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Margir búast við því að Sanna verði í leiðtogahlutverki hjá Sósíalistum í komandi kosningum en sjálf hefur hún gefið það út að hún ætli í framboð.

Sanna sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún hafi ákveðið að kíkja inn á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, eftir langa fjarveru en þar hafi beðið hennar miður skemmtileg skilaboð.

„Þetta er það sem blasti við mér. Held ég hafi aldrei verið kölluð surtur áður, það er nýtt,“ sagði hún um skilaboðin sem blöstu við frá Pétri Yngva Leóssyni.

Sanna hefur þótt standa sig vel í störfum sínum sem borgarfulltrúi og til marks um það má nefna könnun Maskínu í ágúst síðastliðnum. Niðurstöður hennar voru þær að Sanna hefur staðið sig best allra borgarfulltrúa á kjörtímabilinu.

Færsla Sönnu í gærkvöldi vakti talsverða athygli en einnig reiði margra.

„Sumt fólk er hreinlega sorglegt í nöturleika sínum og hatri,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Almáttugur, mikið getur fólk verði bilað og ljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“