fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Spænskir miðlar hafa áhyggjur af Jude Bellingham

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2024 09:00

Bellingham á leiknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um málefni Jude Bellingham á forsíðum spænskra blaða í dag og þar er talað um hrun í leik hans frá síðustu leiktíð.

Bellingham byrjaði frábærlega hjá Real Madrid á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta tímabil á Spáni.

Talið er að hrun Bellingham tengist komu Kylian Mbappe til félagsins en allur leikur Real virðist snúast um franska sóknarmanninn.

Bellingham hefur færst aftar á völlinn með komu Mbappe og er meira í hlutverkinu sem Toni Kroos var í að stjórna spilinu.

Bellingham hefur ekki skorað mark á þessu tímabili en hann hefur lagt upp tvö mörk.

Bellingham skoraði sex mörk í sjö fyrstu leikjum á síðustu leiktíð en hefur verið í vandræðum þar núna og hafa spænskir miðlar áhyggjur af stöðu hans þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá