fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ökumenn trufluðu störf lögreglu eftir alvarlegt umferðarslys við Sæbraut

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. september 2024 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt umferðarslys varð rétt eftir miðnætti í nótt við Sæbraut hjá Vogabyggð, er ekið var á gangandi vegfaranda. Í dagbók lögreglu kemur fram að ökumenn hafi sýnt lögreglu lítinn skilning við störf hennar á vettvangi. „Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfaranda og er það samdóma álit lögreglumanna að hluti vegfaranda hafi sýnt störfum lögreglu lítinn skilning og verið ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Lögregla minnir á að ávallt er góð ástæða fyrir lokunum lögreglu, en þær eru bæði til að tryggja vettvanginn í tenglsum við rannsóknarhagsmuni auk þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem starfa innan lokana,“ segir í dagbók lögreglu um atvikið.

Mikill erill var hjá lögreglu í nótt og var töluvert um ofbeldisbrot og ógnanir. Meðal annars var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í umdæmi lögreglustöðvar 3 og var einn handtekinn.

Maður kom á Bráðamóttöku og tilkynnti að hann hefði verið stunginn í brjóstkassann. Málið er í rannsókn.

Þá voru tveir menn handteknir á skemmtistöðum í miðbænum eftir að dyraverðir höfðu óskað aðstoðar lögreglu vegna þeirra. Annar maðurinn var settur í handjárn en dyraverðir voru með hann í tökum þegar lögregla kom.

Maður var handtekinn í miðbænum en hann hafði í hótunum við fólk með því að ógna því með eggvopni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp og að tjónvaldur hafi ekið af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Tjónvaldur fannst skömmu síðar og í kjölfarið var tekin skýrsla af honum vegna málsins.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir við skóla þar sem einstaklingur með vasaljós gekk um. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist hinn grunsamlegi vera starfsmaður öryggisfyrirtækis að sinna eftirliti.

Ennfremur var maður handtekinn grunaður um líkamsárás á skemmtistað. Var hann vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast