fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Safnaði fé fyrir útför móður sinnar og eyddi því síðan í sjálfa sig

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 21:10

Danielle Kelly. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnulaus, 28 ára gömul kona, Danielle Kelly, hefur verið fundin sek um fjársvik í sérstæðu máli.

Danielle, sem býr í Stoke á Englandi, setti upp söfnunarsíðu á vefnum Go-fund-me þar sem hún safnaði fé fyrir útför móður sinnar. Henni tókst að safna tæplega 3.500 pundum, sem er andvirði vel yfir 600 þúsund íslenskra króna.

Danielle sótti síðan um aðstoð hjá bæjaryfirvöldum í Stoke til að fjármagna jarðarförina en greiddi ekki sjálf til útfararstofunnar.

Þegar yfirvöld komust á snoðir um söfnunina var Danielle síðan ákærð fyrir fjársvik. Danielle viðurkenndi að hún hefði ekki notað söfnunarféð í útfararkostnað en sagðist hafa verið nauðbeygð til að verja peningunum í húsaleigu og matarkaup.

Hún var dæmd í 20 vikna fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn. Hún þarf hins vegar að gangast undir 15 daga endurhæfingu og vinna ólaunaða þegnskylduvinnu í 140 klukkustundir.

Metro og fleiri miðlar greindu frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“