fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Glæpahópar í Svíþjóð senda fólk til Íslands: „Verknaður­inn var í raun pantaður af glæpa­hópi í net­heim­um“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 07:54

Runólfur ræddi stöðu mála einnig í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum haft afskipti af ungum mönnum úr sænskum glæpagengjum sem koma hingað til lands til þess að fremja afbrot. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu og á vef mbl.is.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í viðtali við TV2 í Danmörku um helgina að þetta væri raunin hér á landi.

„Við erum að sjá vísbendingar um að það séu kannski meiri tengsl við erlenda glæpahópa en við höfum gert okkur grein fyrir og það er bara gríðarlega mikilvægt að við höldum vöku okkar hvað það varðar,“ segir Guðrún við Morgunblaðið í dag.

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra, sagði í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að málið sem Guðrún vísaði til varði atvik þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans í ágúst í fyrra. Fram kom í máli Runólfs að gerendur í því máli hefðu unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. Runólfur ræddi einnig stöðu mála í fréttum RÚV í gærkvöldi.

„Málið sem við upp­lýst­um dóms­málaráðherra um var þannig að verknaður­inn var í raun pantaður af glæpa­hópi í net­heim­um. Þá ferðast menn oft yfir landa­mær­in í þeim til­gangi að fremja af­brotið,“ sagði Runólfur við mbl.is og bætti við að pöntunin hafi komið frá Kronogård-geng­inu Trollhattan. Í umfjöllun mbl.is kom fram að um sé að ræða fjölþjóðlegt gengi en því hafi verið stýrt af Palestínumönnum.

„Því er kannski ósann­gjarnt að segja að þetta komi frá Svíþjóð. Þetta er starf­semi sem sam­an­stend­ur af ólík­um þjóðern­um og er allt í kring­um okk­ur,“ sagði Runólfur við mbl.is

Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Við teljum svo vera að erlendir glæpahópar og glæpagengi séu að reyna að ná meiri fótfestu hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld