fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

„Ósæmileg löngutöng“ leiddi til stórtjóns á lögreglubifreið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 14:59

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiði embætti Ríkislögreglustjóra tæpar 3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna mikilla skemmda á lögreglubifreið sem átti sér stað árið 2018. Þá var tryggingarfélaginu gert að greiða Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað.

Forsaga málsins er sú að aðfaranótt 6. júní 2018 byrjaði ökumaður bifreiðar að blikka ljósum og flauta án afláts á lögreglubifreið sem stóð kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut í Vesturbæ. Skyndilega keyrði svo ökumaðurinn upp að hlið lögreglubílsins, „rétti upp löngutöng með ósæmilegum hætti,“ eins og segir í dómsorði og brunaði svo í burtu og það yfir á rauðu ljósi. Eins og gera mátti ráð fyrir hófu lögreglumennirnir þegar eftirför.

Lýsingarnar á henni eru æsilegar en ökumaðurinn brunaði á allt að 150 kílómetra hraða á klukkustund í gegnum borgina þar til að lögreglubifreið nr. 264, sem var af gerðinni Ford Explorer, var ekið utan í flóttabifreiðina við hringtorg í Mosfellsbæ. Þá loks náðu lögreglumennirnir að hafa hendur í hári mannsins.

Ökumaðurinn lést nokkrum árum síðar

Hann reyndist vera undir áhrifum vímuefna en fram kemur í dómnum að umræddur ökumaður er nú látinn.

Lögreglubifreið nr. 264 skemmdist mikið í árekstrinum og reyndist viðgerðarkostnaður nema tæpum 3 milljónum króna. Ríkislögreglustjóri taldi að sá kostnaður ætti að greiðast úr ábyrgðatryggingu flóttabifreiðarinnar sem tryggð var hjá Sjóvá en tryggingarfélagið var ekki á sama máli. Sagði fulltrúi tryggingarfélagsins að óumdeilt væri að sérsveitarmaðurinn sem keyrði lögreglubifreiðina hefði valdið tjóninu. Jafnvel þó það væri réttlætanlegt þá ætti tryggingarfélagið ekki að bera kostnaðinn af viðgerðinni á lögreglubílnum.

Dómari féllst ekki á þessa skoðun tryggingarfélagsins og úrskurðaði að tryggingarfélagið skuli bera kostnaðinn eins og áður segir.

Hér má kynna sér nánar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma