fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Óttast að símarnir springi næst: Verður farið í hefndarárásir á skotmörk utan Ísraels?

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill ótti ríkir í Líbanon vegna óhugnanlegra árása sem gerðar hafa verið á liðsmenn Hisbollah-samtakanna undanfarna daga.

Á þriðjudag sprungu símboðar hátt í þrjú þúsund liðsmanna samtakanna með þeim afleiðingum að tólf létust og margir örkumluðust. Í gær var sjónum beint að talstöðvum liðsmanna samtakanna með þeim afleiðingum að tuttugu létust og meira en 450 særðust.

Talið er fullvíst að Mossad, leyniþjónustustofnun Ísraels, hafi komið sprengiefni fyrir í tækjunum áður en þeim var dreift til liðsmanna samtakanna fyrr á þessu ári.

Hvað springur næst?

Mikill ótti ríkir meðal almennra borgara í Beirút, höfuðborg Líbanons, vegna sprenginganna og óttast jafnvel óbreyttir borgarar að rafmagnstæki á venjulegum heimilum gætu sprungið. Á samfélagsmiðlum hefur allskonar orðrómum verið dreift um að ísskápar og jafnvel sólarrafhlöður muni springa næst.

BBC Newsday ræddi við konu, Ghida, sem er ósköp venjulegur borgari í Líbanon. Hún segir að allir séu að „panikka“ og fólk treysti sér varla til að vera við hlið raftækja.

Augnlæknir í Beirút upplifði martröð í vinnunni í gær

„Við þorum varla að sitja í tölvunni eða vera með símana á okkur. Allt virðist hættulegt á þessum tímapunkti og það veit enginn hvað hann á að gera,“ sagði Ghida sem óttast að allsherjarstríð muni brjótast út. „Ég er hrædd um fólkið mitt. Ég er hrædd um borgina mína og landið mitt,“ segir hún.

Hefnarárásir utan Ísraels mögulegar

Talið er fullvíst að forystumenn Hisbollah-samtakanna muni hefna sín með einhverjum hætti en óvíst er til hvaða bragðs þeir munu taka.

MailOnline ræddi við Andreas Krieg, prófessor við King‘s College í Lundúnum, sem segir ólíklegt að liðsmenn Hisbollah muni ráðast með beinum hætti að Ísrael.

„Það er ekki líklegt að þeir svari með einhvers konar loftárásum eða drónaárásum. Nú þegar Ísraelsmenn eru farnir að stunda leynilegan hernað er líklegt að Hisbollah muni svara með sama hætti,“ segir hann og vísar í hernað eða árásir sem ekki er hægt að tengja beint við viðkomandi ríki eða samtök.

„Það er óvíst að slíkar árásir verði gerðar í Ísrael því það gæti reynst mjög erfitt. En við gætum verið að tala um ísraelsk skotmörk erlendis – eða skotmörk gyðinga erlendis. Hisbollah er með mjög þétt net af fólki sem það getur unnið með og gert árásir á þessi skotmörk,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn