fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Jarðýtumál fer ekki fyrir Hæstarétt – Ölvaður ökumaður keyrði fram af brún malarnámu og lést

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. september 2024 12:30

Jarðýtan var af gerðinni Liebherr PR776. Mynd/Liebherr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfi tryggingafélagsins VÍS vegna dóms í máli þar sem jarðýta féll ofan í malarnámu. Maður á sextugsaldri lést í slysinu.

Slysið skeði í Þrengslunum þann 22. október árið 2020. Íslenskur karlmaður hafði stýrt 73 tonna jarðýtu á vegum GT verktaka fram af brún í malarnámu og féll hún ofan í námuna úr mikilli hæð. Fannst maðurinn, sem hafði verið einn að vinna á næturvakt, látinn skammt frá vélinni um morguninn.

Seinna kom fram að slysið hefði mátt rekja til ölvunar ökumannsins og stórkostlegs gáleysis hans. Áfengi mældist bæði í blóði og þvagi mannsins og ummerki um áfengisneyslu fundust í bifreiðinni sem hann hafði keyrt á til vinnu. Vegna þessa vildi VÍS ekki bæta tjónið og stefndi verktakinn því tryggingafélaginu.

Þriðjungur í bætur

Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur komust hins vegar að því að VÍS bæri að greiða þriðjung úr svokallaðri  húftryggingu sem verktakinn hafði í gildi. Ekkert benti til þess að verktakinn sjálfur hefði viðhaft saknæma háttsemi, né heldur Lykill fjármögnun sem var eigandi jarðýtunnar. Hvorugur aðilinn hefði vitað að maðurinn væri ölvaður að stöfum og í engri aðstöðu til þess að fyrirbyggja tjónið.

Taldi dómari að tjónið væri mikið fyrir GT verktaka sem bæri áfram greiðsluskyldu til Lykils þrátt fyrir að jarðýtan sé ónýt. Kaupverð hennar árið 2019 hafði verið tæpar 160 milljónir króna.

„Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af atvikum öllum þykir ósanngjarnt að stefnandi  eða Lykill fjármögnun hf. beri tjón sitt að öllu leyti,“ sagði í dómi Héraðsdóms.

Þann 31. maí á þessu ári staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Ósanngjarnt væri að verktakinn bæri allt tjónið.

„Ekkert bendir til annars en að stjórnandinn hafi neytt áfengisins af fúsum og frjálsum vilja. Loks er ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að vátryggingaratburðinn megi rekja til annars en áfengisneyslu stjórnandans sem vegna hennar var óhæfur til að stjórna jarðýtunni,“ sagði í niðurstöðu Landsréttar.

Ekki sérstaklega miklir hagsmunir

VÍS óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þann 28. júní síðastliðinn. Vildi tryggingafélagið meina að málið hefði verulegt gildi um túlkun laga hvað varðar skaðatryggingar. Það er hvað varðar skerðingarhlutfall bóta. Einnig að ekki lægju fyrir dómafordæmi Hæstaréttar um áhrif þess að brotið sé gegn varúðarreglu í skaðatryggingu með háttsemi sem teljist til stórkostlegs gáleysis.

Féllst Hæstiréttur ekki á þessi rök og hafnaði beiðninni þann 13. september. Málið hefði ekki verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni VÍS. Málsmeðferð á neðri dómstigum hefði ekki verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar ekki bersýnilega rangur að formi eða efni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum