fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Köttur í sjálfheldu eftir að eigandinn var borinn út úr félagslegri íbúð – „Kisa var alveg tryllingshrædd“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. september 2024 16:30

Fallið var mjög hátt. Myndir/Kolbrún Dögg Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Köttur lenti í sjálfheldu í glugga á efstu hæð fjölbýlishúss í Grafarholti klukkutímum saman í dag. Eigandi kattarins hafði verið borinn út úr félagslegri íbúð og skildi hann fimm ketti eftir í íbúðinni.

Starfsfólk Félagsbústaða sem var að tæma íbúðina eftir að leigjandi hafði verið borinn út mætti fimm köttum í íbúðinni, þremur fullorðnum og tveimur kettlingum. Þegar hurðin var opnuð var svo mikil hræðsla að ein læðan náði að komast út á svalir og þaðan í gluggann.

Það var nágranni, Kolbrún Dögg Arnardóttir, sem tók eftir að læðan væri í sjálfheldu í glugganum í hádeginu í dag og við kettinum blasti hátt fall, nokkrar hæðir niður.

Mættu með net

Hringt var í slökkvilið sem kom á staðinn en gat ekki sett upp stiga til að sækja köttinn. Brekkan undir glugganum var of aflíðandi til þess. Mælti slökkviliðið með því að haft yrði samband við Félagsbústaði til að opna íbúðina og reyna að komast að kettinum frá glugganum.

Kolbrún hringdi þrisvar sinnum í Félagsbústaði en segir að það hafi tekið þá meira en klukkutíma að mæta með lykilinn. Það var of seint. En sem betur fer var búið að hafa samband við dýrabjörgunarsamtökin Dýrfinnu áður og konur frá þeim voru mættar á svæðið. En þær eru þaulreyndar í að bjarga dýrum úr aðstæðum sem þessum.

„Þetta endaði með því að kötturinn féll niður en við vorum búin að strengja net undir hann. Svo þurftum við að hlaupa á eftir kettinum út um allt hverfi,“ segir Kolbrún sem aðstoðaði konurnar frá Dýrfinnu við björgunina. „Þær eru núna á leiðinni í aðhlynningu. Þær eru vel bitnar og klóraðar. Kisa var alveg tryllingshrædd.“

„Ekki í boði“

Klukkan var langt gengin í þrjú þegar það tókst að ná kettinum í búr. Var þá farið með alla kettina niður í Kattholt.

Kolbrún segir að Dýrfinna eigi skilið bestu þakkir fyrir björgunina. En hún harmar að kettirnir hafi verið skildir eftir innilokaðir í íbúðinni.

„Við viljum minna fólk á að þó það sé á leiðinni á götuna að hafa þá samband við viðeigandi samtök eða einhvern sem getur komið dýrunum í skjól,“ segir Kolbrún. „Þetta er ekki í boði. Það var ekkert vitað hvenær starfsfólk félagsbústaða hefði mætt, núna eða eftir viku. Hann skildi þá eftir í lokaðri íbúð. Það er alls ekki ásættanlegt þó svo að þú sért í vandræðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur