fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Róbert stórhuga og stefnir á risastóra fjárfestingu – Vill tryggja að allir fái sinn skerf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 07:38

Róbert Guðfinnsson. Mynd: Arnþór Birkisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform eru uppi um eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð þar sem framleiðslugetan verður 20 þúsund tonn á ári hverju og áætluð velta 26 milljarðar á ári.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að fyrirtækið Kleifar fiskeldi standi að verkefninu og er Róbert Guðfinnsson, stofnandi Genís, í fyrirsvari fyrir félagið. Þá kemur Árni Helgason, verktaki í Ólafsfirði að verkefninu og aðrir fjárfestar.

Um er að ræða býsna stórt verkefni og segir í Morgunblaðinu að ætlunin sé að eldið verði þríþætt. Í fyrsta lagi seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Eftir að leyfi hafa fengist er talið að það taki um fimm ár að koma eldinu af stað.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að sjö nærliggjandi sveitarfélögum verði boðinn samtals 10,1% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust. Hlutabréfin verði án atkvæðisréttar og óheimilt verði að framselja þau.

Haft er eftir Róberti að með þessu sé tryggt að sveitarfélögin fái sinn skerf og ekki gerist það sama og þegar kvótakerfið í sjávarútvegi var endurskipulagt með tilheyrandi hagræðingu þannig að sveitarfélögin sátu eftir tekjulaus.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“