fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Enn eitt sjálfsmarkið hjá Pútín -Stríðið gæti hrakið hlutlausa þjóð í fang NATÓ

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 03:21

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu hrakti Finna og Svía í fang NATÓ, eitthvað sem Vladímír Pútín sá ekki fyrir og átti enga von á. Nú gæti hann verið við það að skora enn eitt sjálfsmarkið með innrásinni því svo gæti farið að eitt ríki enn hrekist í fang NATÓ.

Í rúmlega 200 ár hefur Sviss verið hlutlaust ríki og hefur verið vísað í stjórnarskrárbundið hlutleysi landsins til að halda þjóðinni og vopnum, framleiddum þar, frá átakasvæðum, það gildir einnig um stríðið í Úkraínu því Svisslendingar hafa ekki leyft sölu á svissnesk framleiddum vopnum þangað.

Þetta hefur vakið mikla reiði margra NATÓ-ríkja og mikill efnahagslegur og öryggispólitískur þrýstingur er nú á Svisslendinga að hverfa frá þessari hlutleysisstefnu sinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá nefnd, sem var skipuð af ríkisstjórn landsins.

Nefndin mælir með því að Svisslendingar auki hernaðarsamstarf sitt við NATÓ og ESB og íhugi hvort falla eigi frá ákvæðum um að landið sé ekki meðlimur í slíkum bandalögum. Hvetur nefndin til sveigjanlegri nálgun hvað varðar hlutleysisstefnu landsins.

Í nefndinni sitja háttsettir embættismenn, hermenn og diplómatar. Nefndin mælir ekki með því að fallið verði beint frá hlutleysisstefnunni en mælir með að unnið verði að „sameiginlegri varnargetu“ með ESB og NATÓ, þar á meðal sameiginlegum heræfingum og loftvörnum.

Nefndin segir einnig að nauðsynlegt sé að afnema blátt bann við því að svissnesk vopn séu flutt eða gefin til landa sem eiga í stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast