fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Bíll eldri hjóna fór á hliðina þegar hola myndaðist í malbikinu – Konan fór í hjartastopp

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. september 2024 14:30

Mikið mál var að ná bílnum upp úr holunni. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón slösuðust þegar bifreið þeirra féll á hliðina ofan í holu á miðjum vegi í Seoul, höfuðborg Suður Kóreu. Sækja þurfti bílinn með stórtækum vinnuvélum upp úr götunni.

76 ár gömul kona fór í hjartastopp þegar bíll hennar valt skyndilega á hliðina og féll ofan í holu sem myndaðist á miðjum vegi. Konan var endurlífguð og flutt á spítala. 82 ára gamall eiginmaður hennar slasaðist líka í þessu stórundarlega slysi sem átti sér stað í Seodaemun hverfinu í vesturhluta Seoul, fimmtudaginn 29. ágúst.

Kóreyska blaðið JoongAng Daily greinir frá þessu.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli eiginmaðurinn hlaut og heldur ekki hvers vegna þetta gerðist. Einhverjar jarðhræringar hafa orðið svo að hola myndaðist undir malbikinu. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.

Myndbönd voru birt eftir slysið sem sýna Ssangyong Tivoli bíl hjónanna liggja á annarri hliðinni ofan í holunni og starfsmenn verktakafyrirtækis að reyna að ná honum upp úr.

Ekki er langt síðan að indversk kona féll ofan í sprungu sem opnaðist undir gangstétt í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Leit hefur verið hætt og talið að konan hafi fallið í neðanjarðar fljót og borist með því langt í burtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu