

Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Crystal Palace í dag en heimamenn þurftu að sætta sig við jafntefli.
Chelsea spilaði fínan fótbolta í fyrri hálfleik og var með 1-0 forystu er flautað var til hálfleiks.
Nicolas Jackson kom Chelsea yfir en Eberechi Eze sá um að skora jöfnunarmark Palace með fallegu marki fyrir utan teig.
Á sama tíma áttust við Newcastle og Tottenham en það fyrrnefnda vann þá viðureign 2-1 á heimavelli.
Chelsea 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Nicolas Jackson(’25)
1-1 Eberechi Eze(’54)
Newcastle 2 – 1 Tottenham
1-0 Harvey Barnes(’37)
1-1 Dan Burns(’56, sjálfsmark)
2-1 Alexander Isak(’78)