fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ekki hrifinn af bróður sínum sem varaforsetaefni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. september 2024 14:30

Jeff Walz er ekki aðdáandi litla bróður síns, Tim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeff Walz, eldri bróðir Tim Walz varaforsetaefni Demókrata í komandi forsetakosningum vestra, er ekki mikill aðdáandi bróður síns. „Ég er 100 prósent á móti allri hans hugmyndafræði,“ segir Jeff í færslu á samfélagsmiðlum sem New York Post greinir frá. Segir Jeff þar að Tim eigi ekki, að hans mati, koma nálægt framtíðarákvörðunum sem snerta hag Bandaríkjanna. Er hann svo á móti tilhugsuninni um bróður sinn í Hvíta húsinu að hann er að íhuga að mæta á svið með Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, til þess að greina frá áhyggjum sínum varðandi hæfi bróður sín.

„Ég hef íhugað það vel og lengi. Ég er hins vegar ekki viss um hvort ég vilji leggja það á fjölskyldu mína,“ segir Jeff í áðurnefndri færslu en hann neitaði meðal annars frekara viðtali við NYP.

Jeff, sem er átta árum eldri en Tim og býr í Flórída, hefur ekki heyrt í Tim í átta ár. Segir hann bróður, sem í dag er ríkisstjóra Minnesota sinn ekki einu sinni hafa látið sig vita að hann hefði verið útnefndur varaforsetaefni Demókrata og er greinilega allt annað en sáttur með hinn valdamikla bróður sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“