

West Ham 1 – 3 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’19)
1-1 Ruben Dias(’19, sjálfsmark)
1-2 Erling Haaland(’30)
1-3 Erling Haaland(’84)
Það er erfitt að neita fyrir það að Erling Haaland sé besti framherji heims um þessar mundir.
Norðmaðurinn var stórkostlegur fyrir Englandsmeistara Manchester City í dag sem mættu West Ham.
Haaland skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu en City hafði betur í Lundúnum með þremur mörkum gegn einu.
Haaland hefur nú skorað sjö mörk í þremur leikjum en sá næst markahæstu eru þeir Bryan Mbeumo og Noni Madueke með þrjú.