Þó að enn sé mánuður í að nýjasti EA FC (áður FIFA) tölvuleikurinn komi út er þegar búið að leka getustigi fjölda leikmanna í leiknum.
Erlendir miðlar vekja í dag athygli á þeim tíu sem eru metnir þeir bestu í sádiarabísku deildinni að mati höfunda leiksins.
Þar vekur kannski athygli að Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, er ekki efstur þrátt fyrir að hafa skorað 35 mörk á síðustu leiktíð. Hann er með 86 en Neymar, sem spilaði aðeins þrjá leiki með Al-Hilal á síðustu leiktíð vegna meiðsla, er með 87.
Karim Benzema hjá Al-Ittihad og Joao Cancelo, nýjasti leikmaður Al-Hilal, eru á pari við Ronaldo í nýja leiknum, en listann yfir efstu tíu má sjá hér að neðan.