fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Myndir sýna gríðarlegar skemmdir á veginum um Almenninga – Vegurinn færst úr stað í hamförunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 20:30

Halldór Gunnar myndaði hamfarirnar. Myndir/Halldór Gunnar Hálfdánarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegurinn um Almenninga í austanverðum Skagafirði er gríðarlega illa farinn eftir landsig. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð en enn er hægt að fara um hann á hjóli.

Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, þekkir veginn og svæðið betur en flestir aðrir. Hann tók myndir sem sýna hversu illa farinn vegurinn er.

„Í gær fór ég hjólandi um Almenninga en vegurinn hefur verið lokaður síðan um síðustu helgi vegna jarðsigs og skriðuhættu,“ segir Halldór Gunnar. „Það stóð hvergi að það mætti ekki hjóla um veginn en hann hefur orðið fyrir miklu tjóni í rigningu síðustu daga.“

Gert er ráð fyrir að vegurinn verði opnaður á miðvikudag. Hann hefur færst um fimm sentimetra á þremur dögum vegna rigninganna miklu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann