fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli – Íshellir hrundi og fólk fast í hellinum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan hefur sent af stað tvær þyrlur vegna slyss við Breiðamerkurjökul í suðaustanverðum Vatnajökli. Það er vestan við Jökulsárlón. Íshellir hrundi og slasað fólk er fast inni í hellinum.

Visir.is greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar er um umfangsmikla aðgerð að ræða. Fleiri viðbragðsaðilar hafa verið sendir á staðinn, lögregla, sjúkrabíll, sjúkraflugvél og björgunarsveitir.

Uppfært:

Nú er komið í ljós að íshellir hrundi. Björg­un­ar­sveit­ir á Höfn, Öræf­um og Kirkju­bæj­ark­laustri hafa verið kallaðar út vegna slyssins. Fólk er fast í hellinum en óvíst hversu margt. Talið er að minnsta kosti þrír eða fjórir séu slasaðir inni í hellinum. Einhverjir séu einnig fyrir utan hellinn.

Aðstæður á vettvangi eru sagðar mjög erfiðar. Sérþjálfaðir björgunarsveitarmenn hafa verið sendir á staðinn. Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð sem og hópslysaáætlun almannavarna.

 

Veistu meira um málið? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði er heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“