fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Fór til Portúgals eftir höfnun frá Chelsea

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2024 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samu Omorodion gekk ekki í raðir Chelsea í sumar eins og búist var við en um er að ræða sóknarmann Atletico Madrid.

Chelsea hafði áhuga á að fá þennan 20 ára gamla leikmann frá Atletico í skiptum fyrir Conor Gallagher.

Það gerðist ekki að lokum en Joao Felix fór til Chelsea í staðinn og er Gallagher þá búinn að krota undir á Spáni.

Omorodion hefur þó fundið sér nýtt félag en hann skrifaði undir hjá Porto í Portúgal.

Framherjinn kom til Atletico fyrir aðeins ári síðan en hann hefur nú gert fimm ára samning við Porto.

Chelsea hafði áhyggjur af líkamlegu ástandi leikmannsins eftir læknisskoðun og ákvað að hætta við skiptin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum